Félagsmálanefnd

89. fundur 11. desember 2006 kl. 00:15 - 00:15 Eldri-fundur

89. fundur í félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar 26. mars 2003.

Mættir voru undirritaðir auk sveitarstjóra.

 


1. Erindisbréf

Bjarni kynnti erindisbréf nefndarinnar sem var afgreitt í sveitarstjórn í febrúar síðastliðnum. Rætt var um ýmis verkefni sem nefndin gæti tekið upp á næstunni og fjallað um þjónustusamninga milli sveitarfélaga.

 

2. Stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar
Rætt var um greinargerðina Stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar 2003 -2023. Helst var fjallað um skilgreiningu á starfi vinnuskóla og kynningu nefndarinnar á þjónustu sem fólk á rétt á og er í boði. Engar sérstakar athugasemdir voru gerðar við skjalið.

 

3. Breytingar á nefnd
Vegna breytinga í nefndinni. María Tryggvadóttir kom inn í stað Eiríks Hreiðarssonar og Eygló Daníelsdóttir tók við sem ritari. Var ákveðið að hafa sveigjanlegan fundartíma.

 


Fleira ekki rætt.

Eygló Daníelsdóttir
María Tryggvadóttir
Ingjaldur Arnþórsson
Hrefna Ingólfsdóttir
ármann H. Skjaldarson

Getum við bætt efni síðunnar?