Félagsmálanefnd

124. fundur 31. október 2008 kl. 15:51 - 15:51 Eldri-fundur
124. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 29. október 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
ásta Pétursdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Hulda M Jónsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Anna Guðmundsdóttir, fundarritari.

Dagskrá:

1.    0809020 - Yfirfærsla á félagsþjónustu fatlaðra til sveitarfélaga
Farið var yfir skýrslu um Yfirfærslu ábyrgðar á félagsþjónustu fatlaðra frá félags- og tryggingamálaráðuneyti til sveitarfélaga. Nefndin ályktar að verði af þessari tilfærslu muni verða nauðsynlegt að sveitarfélagið leiti samstarfs við nágrannasveitarfélög um þjónustuna. Nefndin áréttar mikilvægi þess fullnægjandi tekjustofnar fylgi og Jöfnunarsjóði verði kleyft að styðja við sveitarfélög vegna þessa verkefnis.


2.    0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Haldið var áfram að ræða stefnumótun fyrir félag smálanefnd og skrifaðir minnispunktar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00
Getum við bætt efni síðunnar?