Félagsmálanefnd

126. fundur 03. mars 2009 kl. 09:53 - 09:53 Eldri-fundur
126. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 23. febrúar 2009 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Hulda M Jónsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Hulda Jónsdóttir , formaður félagsmálanefndar

Mættar voru Hulda, Anna, Hugrún og Ragnheiður.

Dagskrá:

1.    0902010 - Fjárstuðningur - Trúnaðarmál
í ljósi nýrra upplýsinga frá tannréttingasérfræðingi fellst nefndin á að veita umbeðinn styrk að upphæð 50.000 kr. með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.


2.    0902001 - Umsókn um leyfi til starfa sem dagmóðir
Félagsmálanefnd óskar eftir því að umsækjandi veiti frekari upplýsingar um þann fjölda barna sem hún hyggst taka í daggæslu, daglegan / vikulegan vistunartíma og hversu lengi hún hyggst starfa sem dagforeldri. Ennfremur beinir nefndin því til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að kanna hvort dagmóðir sem þegar er starfandi með tilskilin leyfi í sveitarfélaginu geti tekið að sér umrædda gæslu. Félagsmálanefnd sér ekki ástæðu til að leggja í kostnað við að afla leyfa fyrir annað dagforeldri ef svo er. Til vara beinir nefndin því til skrifstofunnar að kanna hvort hægt sé að semja um kostnað við að kaupa úttekt, fræðslu og leyfisveitingu frá Akureyrarbæ í upphafi starfsemi en ganga síðan til samninga við leikskólastjóra Krummakots um að annast reglubundið eftirlit.
Varðandi innheimtu hugsanlegs leyfisgjalds er starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar beðið að kanna hvernig því er háttað hjá Akureyrarbæ áður en ákvörðun er tekin.


3.    0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:15
Getum við bætt efni síðunnar?