Félagsmálanefnd

99. fundur 11. desember 2006 kl. 00:19 - 00:19 Eldri-fundur

99. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi fimmtudaginn 7. október 2004 kl. 20.30

Mættir: Eygló Daníelsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Ingjaldur Arnþórsson og ásta Pétursdóttir ásamt Bjarna Kristjánssyni.



Dagskrá:
1. úthlutun leiguíbúðar
2. Umræða um verklagsreglur í félagsþjónustunni
3. Einstaklingsmál


Afgreiðsla:
1. Ein umsókn barst um íbúðina og féll hún innan úthlutunarreglna. Sigríði Rósu Sigurðardóttur var úthlutuð íbúðin samkvæmt þessu.

2. Farið var yfir þær reglur sem hafa gilt hér og í öðrum sveitarfélögum varðandi félagsþjónustu og greiðslu fyrir hana. Nauðsynlegt er að fara yfir þessi viðmið og uppfæra þau.

3. Sveitarstjóri gerði nefndinni grein fyrir bágum aðstæðum íbúa í sveitinni og rætt var um möguleika á aðstoð.



Fundi slitið kl 21:25.

Getum við bætt efni síðunnar?