Félagsmálanefnd

105. fundur 11. desember 2006 kl. 00:22 - 00:22 Eldri-fundur

105. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi þriðjudaginn 5. september 2005 kl. 20.30

Mættar: ásta Pétursdóttir,  Hrefna Ingólfsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir og Elín Margrét Stefánsdóttir.


Dagskrá:
1. Fara yfir fjárhag ársins 2005 
Fjárhagur ársins 2005 ræddur og engar athugasemdir gerðar.

2. Fjárhagsáætlun 2006
Rætt um að fjárhagsáætlun 2006 verði byggð á áætlun fyrra árs. (2005)

3. Verkefnalisti nefndarinnar

ásta kom með upplýsingar um vefi annarra sveitafélaga og kom með tillögu um að settar verði upplýsingar inn á vef Eyjafjarðarsveitar um félagsþjónustu í sveitarfélaginu og að gerður verði bæklingur sem byggir á þeim upplýsingum.
ákveðið að heimsækja Félag aldraðra í tómstundaraðstöðu þeirra í Hrafnagilsskóla mánudaginn 13. nóv.


Fundi slitið kl: 21.50

Getum við bætt efni síðunnar?