Félagsmálanefnd

128. fundur 02. desember 2009 kl. 10:15 - 10:15 Eldri-fundur
128 . fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla, laugardaginn 28. nóvember 2009 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Hulda M Jónsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir og Elín Margrét Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Anna Guðmundsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1.     0911002 - Fjárhagsáætlun 2010
Farið var yfir fjárhagsáætlun og einstakir liðir skoðaðir og uppfærðir. Ekki eru gerðar tillögur um miklar breytingar en vegna mikillar óvissu um hag fjölskyldna á næsta ári má búast við að einstakir liðir breyst.
Rætt var um að endurskoða reglur um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eiga rétt á heimilishjálp.
Félagsmálanefnd hyggst halda fund með stjórn aldraðra sér til kynningar.
Hugmynd kom upp um að skoðað verði að munir sem geymdir eru til minja um Húsmæðraskólann á Laugalandi verði settir upp í sérstakri minningarstofu í Sólgarði ef þar verður sett upp Byggða- og búvélasafn. Með því yrði bætt aðgengi að þessum fallegu minjagripum og minni hætta á að þessi kafli í skólasögu héraðsins gleymist.
         


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   14:00
Getum við bætt efni síðunnar?