Félagsmálanefnd

132. fundur 18. nóvember 2010 kl. 13:05 - 13:05 Eldri-fundur

132 . fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 16. nóvember 2010 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Bjarni Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1011009 - Styrkir til sveitarfélaga vegna langveikra barna og barna með ADHD
Auglýstir hafa verið styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD. ákveðið að kanna hvort einhver verkefni eru í gangi, sem gætu verið styrkhæf.


2.  1002011 - Tilfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga - Kynningarfundur og boð um samstarf
Fjallað var um drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða dags. 29. október 2010.
Félagsmálanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við samninginn en telur að setja þurfi nánari verklagsreglur um framkvæmd einstakra þátta samningsins svo sem ferli umsókna og úrvinnslu þeirra. 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:40

Getum við bætt efni síðunnar?