Fjallskilanefnd

4. fundur 16. mars 2011 kl. 11:41 - 11:41 Eldri-fundur

4 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 16. mars 2011 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.  0912001 - Endurskoðun fjallskilasamþykkta í Eyjafirði og þingeyjarsýslum
 Fjallað var um nýja fjallskilasamþykkt, en þau nýmæli eru í henni að sinni landeigandi ekki kröfu sveitarstjórnar að gera við afréttargirðingar þá geti sveitarstjórn látið gera við girðinguna á kostnað landeiganda. Nefndin telur nauðsynlegt að auglýsa þetta með góðum fyrirvara.
ákveðið að halda almennan fund um miðjan apríl til að kynna nýja fjallskilasamþykkt og ræða fjallskilamál almennt.

   
2.  1103005 - Réttarbygging að Vatnsenda
 Rætt var um nýja réttarbyggingu að Vatnsenda, en núverandi rétt er að hruni komin. áhugi er á að flytja Jórunnarstaðarétt að Vatnsenda. ákveðið að skoða aðstæður á Vatnsenda.
Einnig var ákveðið að rífa réttina á þormóðsstöðum.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   11:35

Getum við bætt efni síðunnar?