Fjallskilanefnd

6. fundur 04. ágúst 2011 kl. 08:52 - 08:52 Eldri-fundur

6 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 3. ágúst 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1103005 - Réttarbygging að Vatnsenda
 Rætt var um réttarbyggingu að Vatnsenda samkvæmt fyrirliggjandi teikningu. ákveðið að flytja réttina frá Jórunnarstöðum óbreytta, en bæta þó við einum dilk. Sótt verður áður um leyfi skipulagsnefndar. Stefnt er að því að fá þá sem munu nota réttina til að vinna verkið að einhverju leyti undir stjórn Birgis í Gullbrekku.
   
2.  1104011 - Fjallskil og fjárgöngur 2011
 Vegna þess hve heyskapur er seint á ferðinni var ákveðið að heyra í fjáreigendum hvort áhugi sé á að breyta gangnadögum frá því sem búið var að ákveða.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:30

Getum við bætt efni síðunnar?