Fjallskilanefnd

12. fundur 17. ágúst 2012 kl. 13:13 - 13:13 Eldri-fundur

12. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. ágúst 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
 ósk kom um að göngur á gangnasvæði frá Möðruvallafjalli að Hraunártungum verði 1. og 2. sept.
Fjallskilanefnd samþykkir að flýta gögnum í samræmi við óskir.
ákveðið að Vaðlaheiði og Fiskilækjarfjall ytra verði smalað 15. sept. og 29. sept. í samræmi við göngur í Fnjóskadal.
Gangnaseðlar verði sendir út í næstu viku. Heildarfjöldi sauðfjár í sveitarfélaginu er 5.802 skv. forðagæsluskýrslum.
Rætt var um viðhald á réttum og ákveðið að ljúka við Vatnsendarétt og skipta um undirlag í almenningi í þverárrétt ytri.
Eftir göngur verði athugað með viðhaldsþörf á öðrum réttum.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?