13. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 1. október 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
Farið var yfir gangnaseðla vegna hrossasmölunar.
Rætt var um óveðrið sem gekk yfir í byrjun september og ákveðið að boða til fundar á því svæði sem verst varð
úti í óveðrinu til að fara yfir þau mál og fjallskilamál almennt. Rætt var um að greiða nefndarmönnum fyrir aukavinnu sem skapast
hefur vegna tíðarfarsins.
2. 1208017 - Notkun vélknúinna ökutækja við leitir
Borist hefur bréf frá Umhverfisstofnun sem varar við óhóflegri notkun vélknúinna ökutækja við leitir. Fjallskilanefnd þakkar
góðar ábendingar og telur að notkun þessara tækja sé innan eðlilegra marka í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:45