Fjallskilanefnd

18. fundur 11. desember 2013 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

18. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 10. desember 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.  1305025 - Fjallskil 2013
 Farið var yfir göngur haustsins. Vegna gangnarofs verða innheimt 4 dagsverk með álagi.
í ljós þess að gangnaforingjar hafa ekki alls staðar mætt sjálfir í göngur er vakin athygli á því að samkvæmt fjallskilasamþykkt ber þeim að gera það nema gild forföll hamli.
útigengið fé úr öðrum sýslum hefur ítrekað komið fyrir í Eyjafjarðarsveit. Er það skoðun nefndarinnar að slíku fé skuli lógað.
   
2.  1312004 - Fjárhagsáætlun fjallskilanefndar 2014
 Gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Miklum fjármunum hefur verið varið í lagfæringu varnargirðingar milli Bringu og Akurs á þessu ári, eða mun hærri upphæð en áætlað hafði verið. Telur nefndin óeðlilegt að slíkt sé gert án samráðs við nefndina.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:55

Getum við bætt efni síðunnar?