Fjallskilanefnd

23. fundur 09. júní 2015 kl. 14:31 - 14:31 Eldri-fundur

23. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 9. júní 2015 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Svanhildur Ósk Ketilsdóttir.

Dagskrá:

1. 1506003 - Sleppingar og gangnadagar 2015
Ákveðið að heimila sleppingar á sauðfé á sumarbeitilönd frá og með 15. júní og á hrossum frá og með 20. júní.

Ákveðið að fyrstu göngur verði 5. og 6. september, aðrar göngur 19. og 20. september og hrossasmölun 2. október og hrossaréttir 3. október.

Fjallskilanefnd vill vekja athygli á að vegna kvartana um hagagöngu utansveitarhrossa sem sleppt er á sameiginleg beitarlönd hefur komið til umræðu að takmarka eða taka fyrir haustbeit eftir hrossasmölun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.08

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?