Fjallskilanefnd

30. fundur 02. desember 2016 kl. 12:48 - 12:48 Eldri-fundur

30. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 2. desember 2016 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2017 - fjallskilanefnd - 1611046
Farið yfir drög að fjárhagsramma. Staða fjallskilasjóðs er góð. Rætt um verkefni sem vænta má að ráðstafa þurfi fjármunum til eins og viðhald rétta og varnagirðinga.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirgjald fyrir búfé sem sleppt er á afrétt verði óbreytt, kr. 60,- á grip samkvæmt búfjárskýrslum og fjárhagsramminn verði lagður þannig til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar.

2. Fjallskilanefnd - Stóðréttir 2017 - 1611047
Í samræmi við áherslur fyrri ára um að stóðréttir séu fyrsta laugardag í október, er ákveðið að hrossasmölun haustið 2017 verði föstudaginn 6. október og stóðréttir verði laugardaginn 7. október.

3. Varnarlína vegna búfjársjúkdóma - 1611048

Gestir
Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir - 00:00
Umræður um varnalínur, hvort færa eigi línur og ástand á núverandi varnarlínu. Ræddir nokkrir kostir í stöðunni. Í ljósi nýlegra tilfella búfjársjúkdóma á norðurlandi þykir ljóst að ekki mega vera lausatök í málaflokknum. Nefndin þakkar Ólafi Jónssyni fyrir komuna. Ákveðið að boða bændur til fundar strax eftir áramót.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

Getum við bætt efni síðunnar?