Fjallskilanefnd

35. fundur 07. ágúst 2018 kl. 09:52 - 09:52 Eldri-fundur

35. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 31. júlí 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, formaður, Stefán Árnason, embættismaður, Hákon Bjarki Harðarson, aðalmaður og Árni Sigurlaugsson, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Gangnadagar 2018 - 1807018
Ákveðið að 1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september.
2. göngur verði tveim vikum síðar þ.e. 14.-15. september og 21.-22. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október
Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 21. október.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55

Getum við bætt efni síðunnar?