Fjallskilanefnd

38. fundur 06. júní 2019 kl. 14:38 - 14:38 Eldri-fundur

38. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 6. júní 2019 og hófst hann kl. 11:00.

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Hákon Bjarki Harðarson, Árni Sigurlaugsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Hákon Bjarki Harðarson .

Dagskrá:

1. Fjallskil 2019 - 1906004
Fjallskilanefnd ákveður að halda sig við áður útgefna gangnadaga fyrir haustið 2019
1. göngur eru helgina 7-8 september og 2. göngur 2 vikum síðar.
Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.

Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að varnargirðingin sem búið er að afleggja milli Rútsstaða og Bringu verði rifin sem allra fyrst.

Sérbókun:
Hákon B Harðarson vill að bókað verði að hann lagði til að búfjársamþykkt yrði tekin til endurskoðunar varðandi verklag með sleppingardaga búfjár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25

Getum við bætt efni síðunnar?