Dagskrá:
1. Fjallskil hrossasmölun 2023 - 2308012
Nefndin fer yfir gangnaseðla vegna hrossasmölunar
Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum hrossa fyrir haustið 2023.
Heildarfjöldi hrossa sem fjallskil eru lögð á eru 672.
Heildarfjöldi dagsverka er 33.
Gangnaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hrossasmölun verður 6.október og stóðréttir 7.október.
Árið 2024 verður hrossasmölun 4.október og stóðréttir 5.október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.40
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45