Fjallskilanefnd

48. fundur 19. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:45 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Birgir H. Arason
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Hákon B. Harðarson boðaði forföll
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Birgir H. Arason formaður
 
Dagskrá:
 
1. Beiðnir um smölun - ferill ákvarðanatöku - 2408003
Á 637. fundi sveitarstjórnar ákvað nefndin að vísa málinu til umsagnar fjallskilanefndar.
Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi feril um ákvarðanatöku smölunar.
 
2. Fjallskil 2024 - 2405000
Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum sauðfjár fyrir haustið 2024.
Heildarfjöldi fjár sem fjallskil eru lögð á eru 4480.
Heildarfjöldi dagsverka er 394.
 
Gangnaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og sendir til þeirra sem þess óska.
1. göngur verða 5. - 7. september.
2. göngur verða 20. og 21. september.
 
Dagsverk er metið á kr. 15.000.-
 
Hrossasmölun verður 4.október og stóðréttir 5.október.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45
Getum við bætt efni síðunnar?