Fjallskilanefnd

3. fundur 23. nóvember 2010 kl. 14:26 - 14:26 Eldri-fundur

3 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 23. nóvember 2010 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:


1.  1008002 - Fjallskil og fjárgöngur 2010
 Farið var yfir lista um álagningu í fjallskilasjóð og ákveðið að innheimta fjallskilagjald fyrir allt sauðfé skv. forðagæsluskýrslu hjá þeim sem sleppa á afrétt, en einungis sleppa innheimtu hjá þeim sem hafa allt fé heima.
ákveðið að innheimta fyrir gangnarof á tveimur dagsverkum hjá Jódísarstöðum vegna Melrakka- og Helgárdals í 2. göngum. Fyrir hvert gangnarof greiðist eitt og hálft dagsverk í fjallskilasjóð.
Stefán Agnarsson, Dalvík, sleppti 10 hrossum á afrétt í Djúpadal án heimildar. Sveitarstjóra falið að athuga með viðurlög við því.
Göngur hafa almennt gengið vel. þó er vitað um fé á afrétti, sem þarf að sækja eins fljótt og hægt er. Gangnaforingjar á viðkomandi svæðum verða beðnir um að annast þau mál. ákveðið að auglýsa það í sveitapóstinum.


2.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Farið var yfir drög að að samþykkt fyrir búfjárhald í Eyjafjarðarsveit og lagt til að í 1. gr. verði tekið fram að sveitarstjórn fari með eftirlit með framkvæmd samþykktarinnar í samráði við landbúnaðar- og atvinnumálanefnd og fjallskilanefnd í samræmi við verkefni þeirra nefnda.


3.  1011016 - Erindisbréf fjallskilanefndar
 Fjallað var um erindisbréf fjallskilanefndar. ákveða þarf hvaða nefnd fari með málefni refa- og minkaeyðingar. Lagfæra þarf erindisbréf nefndarinnar í samræmi við þá ákvörðun og búfjársamþykkt.


4.  1011015 - Fjárhagsáætlun 2011
 Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
ákveðið að leggja til hækkun á eftirgjaldi fyrir sauðfé og hross úr 50 kr. í 60 kr.
þá er lagt til að áætlað verði fyrir flutningi og endurbyggingu á Vatnsendarétt kr. 1.000.000-

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   12:45

Getum við bætt efni síðunnar?