Framkvæmdaráð

23. fundur 08. nóvember 2012 kl. 10:46 - 10:46 Eldri-fundur

23. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 og hófst hann kl. 13:45.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Einar Gíslason, Jón Stefánsson, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð ágústsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1206002 - Framkvæmdir 2012
 Stefán gerði grein fyrir stöðu eignasjóðs og áætlun til ársloka.
ákveðið að ljúka framkvæmdum við snyrtingu fyrir fatlaða í Laugarborg, setja upp sturtuklefa í Laugalandsskóla og flísaleggja anddyri mötuneytis í desember.
öðrum framkvæmdum og mörkuðu viðhaldi sem ólokið er og fara átti í á árinu verði frestað.
   
2.  1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
 Gísli Bogi og Hreiðar Hreiðarsson komu á fundinn til að ræða um úrbætur á vandamálum í köntum sundlaugar. áætlaður kostnaður við lagfæringar er um 15 Mkr. og þar af um 3 Mkr. vegna sigs á lauginni. Gísli Bogi vill fara í lagfæringar í maí á næsta ári og kosta sjálfur annan kostnað heldur en af sigi laugarinnar.
ákveðið að ræða við VN vegna sigs á laugarkarinu.
   
3.  1210002 - Worldwide friends sjálfboðaliðar í verðug verkefni árið 2013
 Veraldarvinir bjóða fram aðstoð sína vegna verkefna árið 2013.
Framkvæmdaráð telur ekki þörf á að þiggja þessa aðstoð, enda kallar slík aðstoð á gott utanumhald heimaaðila.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?