Framkvæmdaráð

28. fundur 22. mars 2013 kl. 11:36 - 11:36 Eldri-fundur

28. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 20. mars 2013 og hófst hann kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Einar Gíslason, Jón Stefánsson, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð ágústsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1301011 - íþróttamiðstöð - endurbætur og viðhald
 ákveðið að stefna að því að hefja framkvæmdir við sundlaugarbakka 22. apríl.
Sveitarstjóra falið að semja við verktaka í samræmi við umræður á fundinum.
   
2.  1303015 - Framkvæmdir 2013
 Framkvæmdir við gluggaskipti verða kostnaðarmeiri en áætlað hafði verið. Kostnaðarmunurinn liggur einkum í frágangi við glugga, sem var mun meiri en en gert hafði verið ráð fyrir o.fl.
ætlunin var að skipta um glugga á þrem íbúðum. Framkvæmdaráð leggur til að skipt verði um glugga í einni íbúð í viðbót og taka ákvörðun um þriðju íbúðina þegar þeirri vinnu er að ljúka. Með þessari ákvörðun þá er áætlað að framkvæmdir fari 5 milljónir fram úr samþykktri áætlun. Umframkostnaði verði mætt með aukafjárveitingu.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?