Framkvæmdaráð

38. fundur 15. október 2014 kl. 12:15 - 12:15 Eldri-fundur

38. fundur Framkvæmdaráðs haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. október 2014 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Karl Frímannsson sveitarstjóri, Jón Stefánsson formaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason.

Dagskrá:

1. 1408007 - Laugarborg - ósk um endurbætur og kaup á búnaði
Framkvæmdaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

2. 1404017 - Umsókn um afnot af húsnæði
Fyrir lágu tvær umsóknir um afnot af húsnæði i Laugalandsskóla annarsvegar frá Handraðanum og hins vegar frá Pétri Broddasyni forstöðumanni Laugalandsskóla. Afgreiðslu frestað og ákveðið að framkvæmdaráð fari og skoði umrætt húsnæði.

3. 1408008 - Umsókn um afnot af rými í norðurkjallara Laugalandsskóla
Sjá afgreiðslu á 3. lið dagskrár.

4. 1402015 - Framkvæmdir 2014
Samþykkt að fresta fjárveitingu kr. 500.000.- íþróttahús / myndþjónn en halda inni á áætlun kr. 500.000.- Krummakot / skiptiaðstöðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?