Framkvæmdaráð

45. fundur 16. apríl 2015 kl. 08:53 - 08:53 Eldri-fundur

45. fundur Framkvæmdaráðs haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 13. apríl 2015 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu: Jón Stefánsson formaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Stefán Árnason. Fundargerð ritaði: Stefán Árnason.

Á fundinn mættu einnig frá Tengi hf þeir Steinmar Rögnvaldsson, Gunnar Björn Þórhallsson og Ásmundur Guðjónsson. Dagskrá:

1.  1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit  Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Tengi ehf um lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið á árunum 2015 - 2016.
Eftirfarandi þarf að liggja fyrir í fyrirhuguðum samningi: - heildarniðurgreiðsla sveitarfélagsins til íbúa vegna ljósleiðaratengingu - afnotagjöld verði þau sömu og á Akureyri - inntaksgjöld bæði í þéttbýli og dreifbýli á framkvæmdatíma og einnig fyrir þá sem tengjast síðar - tryggja þarf um alla framtíð aðgang þjónustuaðila og gagnaveitufyrirtækja inná ljósleiðarann og að fyrirtækjum sé ekki mismunað hvað varðar notkun ljósleiðarans né greiðslu fyrir afnotin    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?