Framkvæmdaráð

60. fundur 23. febrúar 2017 kl. 11:31 - 11:31 Eldri-fundur

60. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. desember 2016 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson formaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð Ágústsson, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Krummakot - mygla, úrbætur - 1612022
Til fundarins var boðað til að fara yfir framvindu mála vegna myglu á einni deild leikskólans og aðgerðaráætlun framundan.

Kynnt var að búið væri að afmarka umfang verksins, setja niður tímasetta aðgerðaáætlun sem lá fyrir á fundinum og að búið væri að semja við iðnaðarmenn að taka verkið að sér.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að áfram verið unnið að úrbótum í samræmi við framkvæmda- og aðgerðaáætlunina og umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?