Framkvæmdaráð

61. fundur 23. febrúar 2017 kl. 11:33 - 11:33 Eldri-fundur

61. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 23. febrúar 2017 og hófst hann kl. 09:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson formaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð - 1702003
Farið yfir erindi foreldrafélags og staða mála rædd í víðu samhengi.

Framkvæmdaráð þakkar Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla fyrir brýninguna og áhuga á málinu. Verkefnið er ekki inn á framkvæmdaáætlun ársins 2017. Framkvæmdráð er meðvitað um þörfina fyrir endurbætur á skólalóð. Málið komi til skoðunar við undirbúning framkvæmdaáætlunar ársins 2018 og haft verði samráð við skólastjóra við vinnslu málsins.

2. Orkusalan ehf. gefur öllum sveitarfélögum hleðslustöð fyrir rafbíla - 1702016
Ákveðið að vinna áfram tillögur að staðsetningu hleðslustöðva og skoða möguleika út frá ýmsum möguleikum, þar með talið tengimöguleikum og framtíðarþróun.

3. Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs 2017 og 2018 - 2020 - 1610031
Farið yfir stöðu mála og áform við endurbætur í Laugarborg. Skoðaðar teikningar og tillögur. Unnið áfram að verkefninu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?