Framkvæmdaráð

63. fundur 08. júní 2017 kl. 10:32 - 10:32 Eldri-fundur

 

63. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 7. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Elmar Sigurgeirsson boðaði forföll sem komu til með skömmum fyrirvara. Ekki var ráðrúm til að boða varamann. Fundur er ályktunarfær með því að tveir fulltrúar eru mættir.
Dagskrá:

1. Verkefnalisti eignasjóðs - 1706005
Einar Tryggvi fór yfir verkefnalista, skjal í vinnslu fyrir árið 2017, bæði verkefni sem unnin hafa verið eða eru yfirstandandi og eins verkefni sem eru yfirvofandi.

Umræður voru jöfnum höndum um einstaka liði. Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.

2. Munnlegt erindi og samtal við nokkra nemendur úr 7. bekk - hjólaslóð - 1706003
Farið yfir minnisblaðið og rætt um möguleika á að koma til móts við óskir krakkanna.

Sum atriði sem krakkarnir tiltaka eru dýr og þarf að taka til umræðu við undirbúning fjárhagsáætlunar. Annað er hægt að koma til móts við án verulega útláta.

Áður en hægt yrði að hefjast handa við gerð hjólaleiðar í skóginum ofan við Hrafnagilshverfi, þyrfti að fá leyfi frá eiganda skógarins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

Getum við bætt efni síðunnar?