Framkvæmdaráð

64. fundur 22. september 2017 kl. 14:33 - 14:33 Eldri-fundur

 

64. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. september 2017 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius, embættismaður, Davíð Ágústsson, embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.

Framkvæmdaráðsfundur þar sem farið var yfir stöðu mála og helstu verkefni fram undan með almennum hætti. Auk þess voru afmörkuð mál á dagskrá.

Dagskrá:

1. Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla - 1503010
Ekki vannst tími til að fara yfir málið á þessum fundi.
Frestað til næsta fundar.

2. Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð - 1702003

Undir þessum lið voru gestir á fundinum Sigríður Hrefna Pálsdóttir, frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla og Björk Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri.

Farið yfir erindi frá foreldrafélaginu með tilmælum og hugmyndum um uppsetningu leiktækja og leikaðstöðu. Ýmsar leiðir og hugmyndir skoðaðar, staðsetning auk umræðu um kosti og galla ólíkra kosta, m.a. með tilliti til hvort ný leiktæki leiði til að auka þurfi eftirlit á skólalóð.

Nánara minnisblað ritað um umræður á fundinum sem fylgja málinu.

Framkvæmdaráð þakkar Sigríði Hrefnu og Björk fyrir komuna á fundinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00

Getum við bætt efni síðunnar?