Framkvæmdaráð

62. fundur 13. nóvember 2017 kl. 09:26 - 09:26 Eldri-fundur

62. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 31. mars 2017 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð Ágústsson, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð - 1702003
Að beiðni Foreldrafélags Hrafnagilsskóla er haldinn fundur um útisvæðið við skólann.
Auk framkvæmdaráðs eru mætt á fundinn fulltrúar foreldrafélagsins, Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður, Auður Jónasdóttir og Benedikt Davíðsson.
Fram kemur að verulega skortir á að leiktæki á skólalóð séu nægjanlega mörg til að krakkarnir geti haft ofan af fyrir sér á skólalóðinni með góðu móti. Rætt er um að þörf sé á að gera leiksvæðið fjölbreyttara.
Ýmsar leiðir eru ræddar í því og meðal annars sýndi Sigríður Hrefna mjög skemmtilegar ljósmyndir af lóð leikskóla, þar sem aðal byggingarefnið var lítið unninn skógarviður.
Oddviti gerði grein fyrir verkefnastöðu sveitarsjóðs og að ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingu og framkvæmdum á þessu ári á skólalóðinni. Fram koma að málið hefði fyrir skemmstu verið rætt bæði á fundi framkvæmdaráðs og í sveitarstjórn. Vilji væri til að huga að þessu við gerð fjárhagsáætlunar.
Foreldrafélagið lýsti því yfir í foreldrahópnum væri áhugi og vilji fyrir því að koma og vinna að uppsetningu einfaldari „heimatilbúinna“ leiktækja. Rætt var um að það kynni að vera mögulegt, enda yrði haft samráð við Heilbrigðiseftirlit um það, m.t.t. öryggis barna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

Getum við bætt efni síðunnar?