Framkvæmdaráð

69. fundur 31. janúar 2018 kl. 12:41 - 12:41 Eldri-fundur

69. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 31. janúar 2018 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, Davíð Ágústsson og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Farið yfir stöðu málsins. Uppfærð verkáætlun frá verktaka sem óskað hafði verið eftir, hefur ekki borist. Farið yfir minnisblað frá verkfræðistofunni um stöðu afmarkaðra þátta.

Stefnt verði að þvi að bjóða út malbikun samhliða útboði malbikunar á Bakkatröð.

2. Gámasvæði - staða og frágangur - 1710030
Elmar gerði grein fyrir verkefninu, en unnið er að því að færa það til norðurs með nýrri aðkomu um vegslóða sunnan Grísarár 4.

3. Bakkatröð Grundun - 1801031

Gestir
Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi - 00:00
Undir þessum lið kom á fundinn Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Hann gerði grein fyrir niðurstöðum jarðvegsathugana á lóðum við Bakkatröð.
Framkvæmdaráð óskar eftir að kannað verði sérstaklega hvort tímabært sé að úthluta fimm lóðum vestan Bakkatraðar nr. 2-10.

Framkvæmdaráð þakkar Vigfúsi fyrir hans innlegg.

4. Bakkatröð - Malbikun - 1801035
Elmar kynnti drög að verklýsingu vegna malbikunar og fór yfir umfang verksins að öðru leyti. Lagt verði upp með að bjóða út malbikun á sama tíma og malbikun verði boðin út fyrir göngu- og hjólastíginn. Gefin verði kostur á að verkin verði unnin samhliða.

5. Bakkatröð 11 og 21 - Jarðvegssýni nóv. 2017 - 1712010

Gestir
Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi - 00:00
Undir þessum lið kom á fundinn Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Hann gerði grein fyrir niðurstöðu greiningar jarðsvegssýna úr lóðum nr. 11 og 21 við Bakkatröð frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Framkvæmdaráð þakkar Vigfúsi fyrir hans innlegg.

6. Laugarborg - Framkvæmdir í eldhúsi 2018 - 1801037
Elmar og Davíð gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við endurbætur í Laugarborg. Framvinda og umfang verksins er í samræmi við áætlanir.

7. Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018 - 1801038
Unnið er að útfærslu verkáætlunar fyrir nýhafið ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?