Framkvæmdaráð

71. fundur 19. mars 2018 kl. 12:59 - 12:59 Eldri-fundur

71. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 19. mars 2018 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Bakkatröð - staða framkvæmda - 1801013
Farið yfir stöðu framkvæmda við Bakkatröð. Framkvæmdaráð leggur til að boðin verði út undirbygging Bakkatraðar að sunnan og austan. Þá leggur framkvæmdaráð til að malbikun Bakkatraðar að sunnan verði frestað.

2. Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018 - 1801038
Hrafnagilsskóli skólalóð: Framkvæmdaráði líst vel á þær hugmyndir sem eru til umræðu um kastala á lóðina. Elmari er falið að leggja fram lokatillögur fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.
Krummakot: Fyrir lá erindi frá leikskólanum Krummakoti um breytingar á framkvæmdaáætlun ársins 2018. Framkvæmdaráð fellst á framkomnar hugmyndir og felur Elmari að vinna málið áfram, enda rúmist þær innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

3. Fráveita Hrafnagilshverfi - 1803008
Farið yfir hugsanlegar breytingar á fráveitu fyrir Hrafnagilshverfi. Málið verður unnið áfram og þá verði skoðaðar sérstaklega hugmyndir um tveggjaþrepahreinsun með geislun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?