Framkvæmdaráð

72. fundur 11. apríl 2018 kl. 12:18 - 12:18 Eldri-fundur

72. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 10. apríl 2018 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans - 1803017
Farið yfir erindi frá Þjóðháttafélaginu Handraðanum, þar sem óskað er eftir leyfi til að vinna endurbætur á húsnæði gamla Húsmæðraskólans yst í Laugalandsskóla.

Ráðstöfunarréttur sveitarfélagsins er háður réttindum annarra sem hafa aðgengi og afnotarétt. Þá liggur ekki fyrir stefnumörkun til frambúðar fyrir húsnæðið og húsmuni sem eru í húsnæðinu, en umræður hafa átt sér stað á öðrum vettvangi um þau mál.

Með vísan til þess er ekki hægt að verða við erindinu.

2. Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018 - 1801038

Gestir
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla - 00:00
Til umræðu voru innkaup á leiktæki á skólalóð Hrafnagilsskóla og staðsetning, í samræmi við fjárhagsáætlun.

Á fundinn mætti Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri og gerði grein fyrir teikningu af klifurkastala, sem útbúin var fyrir Hrafnagilsskóla. Teikningu var breytt og hún aðlöguð að óskum skóla- og aðstoðarskólastjóra.

Fram kemur að frá síðasta fundi hafi Hrund rætt við starfslið og foreldraráð Hrafnagilsskóla og ánægja verið með áformin.

Elmar gerði grein fyrir valkostum við uppsetningu og undirlag.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur starfsmönnum eignasjóðs og skólastjóra að klára litaútfærslur, annast innkaup og uppsetningu á klifurkastala.

Framkvæmdaráð þakkar Hrund fyrir komuna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40

Getum við bætt efni síðunnar?