Framkvæmdaráð

74. fundur 18. september 2018 kl. 08:59 - 08:59 Eldri-fundur

74. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 17. september 2018 og hófst hann kl. 09:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, embættismaður, Stefán Árnason, embættismaður og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .


Dagskrá:

1. Mjölnir tréverk ehf. - Bakkatröð 34 - 1809010
Samþykkt að veita Mjölni-tréverk ehf lóð nr. 34 við Bakkatröð.

2. Ábendingar 2018 - 1801005
Ábendingar lagðar fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað hvað þetta varðar og hvaða reglur gildi almennt.

3. Staða framkvæmda 2018 - 1808011
Farið yfir stöðu á úthlutun lóða við Bakkatröð. Ákveðið að gera frekari könnun á jarðvegi þeirra lóða sem ekki hafa verið kannaðar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

Getum við bætt efni síðunnar?