Framkvæmdaráð

84. fundur 13. júní 2019 kl. 12:06 - 12:06 Eldri-fundur

84. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 09:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Elmar Sigurgeirsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð - 1810038
Farið yfir stöðu einstakra liða í framkvæmdaáætlun ársins 2019 og kallað eftir stöðuuppfærslu á framkvæmdum við Bakkatröð. Elmar Sigurgeirsson uppfærir framkvæmdaráð um að framkvæmdir vegna vaðlaugar hafa tafist vegna anna hjá verktaka.
Ákveðið var að gera kostnaðarmat fyrir viðgerðir á þaki í Skólatröð 9 og staðsetja hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla upp við Skólatröð 9.
Elmar Sigurgeirsson víkur af fundi að loknum þessum lið.

2. Húsfélagið Meltröð - Styrkbeiðni vegna uppsetningu á tengistaurum fyrir rafbíla fjölbýlishúsa - 1906016
Ásta Arnbjörg Petursdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Húsfélagið að Meltröð 4 óskar eftir styrk vegna tengistaura fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Framkvæmdaráð leggur til við Sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það telur ekki að þetta falli undir hlutverk sveitarfélagsins.

3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við AVH um greiningu á þeim kostum sem liggja fyrir í minnisblaði frá AVH.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?