Framkvæmdaráð

86. fundur 03. september 2019 kl. 09:00 - 10:45 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Stefánsson oddviti

Dagskrá:

 

1.  Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

 

Gestir

Hrund Hlöðversdóttir - 09:00

Björk Sigurðardóttir - 09:00

Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir komu á fund yfir þessum lið. 

Rætt um möguleika í byggingu leikskóla og á nýjum skólastofum við Hrafnagilsskóla og hvaða möguleikar eru til að samnýta rými og lóð. Lagt í hendur á sveitarstjóra og skólastjóra að skipuleggja vettvangsferðir fyrir hópinn til að skoða mismunandi skólabyggingar og starfsemi skóla og leikskóla. 

 

2.  Fundardagskrá framkvæmdaráðs - 1908023

Ákveðið að framkvæmdaráð fundi almennt á þriðjudegi klukkan 9:00, viku áður en sveitarstjórn fundar. 

 

3.  Staða framkvæmda 2019 - 1906027

Brýnt er að fara í þakið á Skólatröð 7-11 og laga dúk á nokkrum stöðum, frekari framkvæmdum við þakið vísað til fjárhagsáætlunar. Mögulegar framkvæmdir við salerni hjá mötuneyti skoðaðar. 

 

4.  Götulýsing í Eyjafjarðarsveit - 1905006

Ósk RARIK um að afhenda sveitarfélaginu götulýsinguna kynnt. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?