Framkvæmdaráð

90. fundur 05. nóvember 2019 kl. 12:00 - 15:40 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1.  Fjárhagsáætlun 2020 - Framkvæmdaráð - 1910013

Farið yfir lista mögulegra framkvæmda og viðhalds er tengist fjasteignum eignarsjóðs.

Framkvæmdaráð vinnur áfram í fjárhagsáætlun 2020-2023 með það að markmiði að undirbúa farveg fyrirhugaðrar framkvæmdar við skólabyggingu. 

 

2.  Bakkatröð Grundun - 1801031

Farið yfir stöðu lóðarmála í Bakkatröð, mögulega breytingu deiliskipulags og fergingu lóða. 

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög varðandi tilraun á því að reka niður staura á lóð 50 við Bakkatröð og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. 

 

3.  Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans - 1904015

Framkvæmdaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamning við Handraðann um skólastofu húsmæðraskólans í Laugalandsskóla og styrkja félagið jafnframt til að endurbæta skólastofuna.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?