Framkvæmdaráð

95. fundur 25. maí 2020 kl. 09:00 - 12:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fundar með arkitektum skólans ásamt skólastjórnendum og formanni skólanefndar.
Til fundarins eru mættir Garðar Guðnason og Sigurður Gústafsson frá OG Arkitektum þar sem farið er yfir tillögur þeirra og tæknileg atriði. Samkvæmt arkitektum er engin fyrirstaða í því að byggja aðra hæð ofan á núverandi skólabyggingu og eru til góðar lausnir þess efnis.

Klukkan 10:00 mættu á fundinn þau:
Guðlaugur Viktorsson, Tónlistaskóla Eyjafjarðar
Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir, Hrafnagilsskóla
Erna Káradóttir, leikskólanum Krummakoti
Erna Lind Rögnvaldsdóttir, íþróttamiðstöð
Anna Guðmundsdóttir, formaður skólanefndar.

Arkitektar fóru yfir fyrstu hugmyndir sínar og fyrstu drögum að byggingu ofan á núverandi skólahús með hópnum sem og þeim möguleika að byggja leikskóla við hlið núverandi skólabyggingar. Fundarmenn voru sammála um að bygging ofan á núverandi húsnæði væri skemmtilegri kostur enda væru það færri ranghalar. Við þá tillögu verður einnig til vegleg brekka á lóðinni sem nýtast mun bæði grunnskóla og leikskólabörnum í sínum leik. Þá eru einnig auknir möguleikar á samvinnu og samnýtingu ýmissa rýma.

Á fundinum kom fram ábending um að það mætti gera ráð fyrir sameiginlegum sal sem og að tónmennt þyrfti að komast yfir ásamt frístund og ósk um að tónlistaskólinn fengi pláss í húsinu.

Samþykkt var að arkitektar mundu á þessu stigi koma með tillögur að því hvernig skólinn gæti vaxið í framtíðinni miðað við nýbyggingaráform næstu ára. Þá var kallað eftir því að skoða stærðir betur með tilliti til rýmisnýtingar og að tekið væri mið af því að hægt sé að áfangaskipta framkvæmdum.

Næstu skref eru þau að arkitektar vinna áfram með þær ábendingar sem fram komu á fundinum og senda sveitarstjóra fljótlega ný drög með tilliti til stærða á rýmum. Verður það sent áfram til skólastjórnenda til athugasemda. Þá á einnig að leggja mat á mismunandi kostnað byggingaráfanga svo hægt sé að leggja mat á hraða framkvæmdarinnar.

Stefnt er á að halda íbúafund snemma í júní og kynna hugmyndirnar þar fyrir áhugasömum íbúum.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

Getum við bætt efni síðunnar?