Framkvæmdaráð

97. fundur 22. október 2020 kl. 16:00 - 17:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða framkvæmda 2020 - 2006015
Farið yfir stöðu framkvæmda ársins 2020, stöðu á fráveituframkvæmdum í Bakkatröð og tekin til umræðu framlenging á gönguleið frá Reyká að Hrafnagili.
Sveitarstjóri og forstöðumaður eignasjóðs fara yfir stöðuna í fráveituframkvæmdum en vatnsflaumur hefur kostað nokkrar tafir á niðursetningu brunna og afhending á fráveitustöð tafðist vegna Covid. Ákveðið að framlengja gönguleið frá Reyká að Hrafnagili og út úr Bakkatröð að gönguleið niður að grunnskóla og færist það á kostnaðarlið gatnagerðar.
Samþykkt

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Rætt um næstu skref í undirbúninigi á hönnun og byggingu nýrrar skólabyggingar, þar voru ræddar þrjár mögulegar útfærslur á byggingunni.
Lögð var áhersla á að skoða hvernig nálgast megi fjármögnun á byggingunni á næstu árum í fjárhagsáætlunargerð.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?