Framkvæmdaráð

98. fundur 16. nóvember 2020 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða framkvæmda 2020 - 2006015
Fundarlið frestað til næsta fundar.
Samþykkt

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fer yfir nýjustu gögn frá arkitektum varðandi kostnaðargreiningu mismunandi byggingarmöguleika og byggingaráfanga þeirra.
Framkvæmdaráð fer yfir nýjustu gögn frá arkitektum varðandi kostnaðargreiningu mismunandi byggingarmöguleika og byggingaráfanga þeirra. Aðstæður vegna Covid hafa tafið vinnu sveitarfélagsins varðandi undirbúninginn þar sem erfitt hefur reynst að skipuleggja þá fundi sem nauðsynlegt er að halda í svo viðamiklu verkefni.
Samþykkt

3. Fjárhagsáætlun 2021 - Framkvæmdaráð - 2010020
Framkvæmdaráð ræðir mögulegar framkvæmdir og viðhald fyrir fjárhagsáætlun 2021.
Framkvæmdaráð fór yfir fyrstu drög af framkvæmdaáætlun komandi árs og heldur umræðan áfram á næsta fundi ráðsins. Óskað var eftir við starfsmenn sveitarfélagsins að vinna áfram með áætlunina og ákvað ráðið að funda aftur föstudaginn 20.nóvember klukkan 8:00. Afgreiðslu erindis frestað.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?