Framkvæmdaráð

100. fundur 12. febrúar 2021 kl. 08:15 - 11:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð ræðir nýbyggingaráform í tengslum við skólabyggingar.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að leið B, blönduð leið, verði fyrir valinu í áframhaldandi vinnu arkitekta við hönnun skólans.
Þá leggur framkvæmdaráð til að mikil áhersla verði lögð á að samtvinna starfsemi leik- og grunnskóla með það að markmiði að auka flæði nemenda milli skólastiganna og draga úr skilum milli þeirra.
Framkvæmdaráð fer yfir drög sveitarstjóra að greinagerð fyrir samráðsgátt og óskar eftir að hún verði uppfærð miðað við umræður fundarins og lagt fyrir sveitarstjórn til samþykktar á næsta fundi hennar.
Samþykkt

2. Íþróttamiðstöð - Gólf í sal - 2102006
Forstöðumaður eignasjóðs fer yfir nýjustu upplýsingar og stöðu undirbúnings varðandi endurbætur á gólfi í íþróttasal.
Forstöðumaður eignasjóðs hefur leitað eftir verðum í nýtt gólf á íþróttasal og kynnt sér kosti og galla á parkets og dúks miðað við nýustu aðferðir í dag. Beðið er eftir að verð berist frá öllum aðilum. Reiknað er með að við framkvæmdina þurfi að endurnýja hurðarnar inn í sal.
Afgreiðslu erindis frestað.
Samþykkt

3. Hjallatröð 3 - 2102013
Farið yfir innkomið erindi varðandi lóðina að Hjallatröð 3.
Framkvæmdaráð skoðar innkomin gögn varðandi yfirborðsvatn úr hlíðinni og ákveður að athuga málið nánar.
Afgreiðslu erindis frestað.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?