Framkvæmdaráð

106. fundur 28. apríl 2021 kl. 08:00 - 11:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Hjóla- og göngustígur við þjóðveg 1 - 2104025
Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps kynnir fyrirhugaðan hjóla- og göngustíg fyrir framkvæmdaráði.

Gestir
Björg Erlingsdóttir - 08:00
Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps fór yfir hönnun fyrirhugaðs hjóla- og göngustígs frá Akureyri til Svalbarðsstrandar og stöðu verkefnisins. Hjólastígurinn liggur á um 900 metra kafla í landi Eyjafjarðarsveitar meðfram hringveginum.
Kostnaðaráætlun mun liggja fyrir í haust og mun sveitarstjóri fylgjast með framvindu verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fer yfir innkomnar athugasemdir við teikningadrög nýbyggingar.
Framkvæmdaráð rýndi í þær athugasemdir sem bárust varðandi teikningadrög af nýbyggingu leik- og grunnskóla. Ákveðið var að boða arkitekta og skólaráðgjafa til fundar fimmtudaginn 6.maí 2021 klukkan 10:00 og bjóða skólastjórnendum á fundinn til að fara yfir athugasemdirnar. Framkvæmdaráð mun í framhaldinu vinna úr athugasemdunum með arkitektum.
Framkvæmdaráð þakkar öllum þeim sem gáfu sér tíma til að senda inn athugasemdir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?