Framkvæmdaráð

107. fundur 07. maí 2021 kl. 10:00 - 11:25 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Gestir
Kristrún Lind Birgisdóttir - 08:30
Björk Sigurðardóttir - 09:05
Hrund Hlöðversdóttir - 09:05
Garðar Guðnason - 08:30
Guðlaugur Viktorsson - 09:25
Erna Káradóttir - 08:45
Á fund framkvæmdaráðs mættu skólastjórnendur úr leikskólanum Krummakoti, Hrafnagilsskóla og Tónlistaskóla Eyjafjarðar ásamt ráðgjöfum frá Ásgarði og Arkitektastofunni OG.

Á fundinum fóru skólastjórnendur yfir þær athugasemdir sem skilað hafði verið inn fyrir viðkomandi starfsstöð og gafst arkitektum og framkvæmdaráði færi á að spyrjast út í eða ræða um einstaka liði athugasemdanna.

Að loknum heimsóknum skólastjórnenda fór framkvæmdaráð yfir athugasemdirnar með ráðgjöfum sem falið var að vinna áfram með þær og eftir atvikum innleiða í lokadrög hönnunarinnar. Verður nú unnið að því að setja upp nákvæma kostnaðaráætlun miðað við fyrirliggjandi forsendur og undirbúa næstu skref í verkinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25

Getum við bætt efni síðunnar?