Framkvæmdaráð

113. fundur 18. nóvember 2021 kl. 10:00 - 14:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2022 - Framkvæmdaráð - 2110049
Framkvæmdaráð fer yfir framkvæmdaáætlun komandi ára sem tekur mið af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla.
Lögð verður sérstök áhersla á eftirfarandi framkvæmdir fyrir árið 2022 auk hefðbundins viðhalds og annarra minni framkvæmda.
Viðbygging við Hrafnagilsskóla.
Endurbætur á hljóðvist í íþróttasal.
Endurnýjun á hliðarkörfum í íþróttasal.
Endurnýjun á gólfefni í búningsherbergjum sundlaugar.
Loftræsting í íbúðum í Skólatröð 2 og 4.
Endurnýjun glugga á norðurhlið Skólatraðar 9.
Malbikun á Ártröð sunnan brúar og malbikun Bakkatraðar.
Gatnagerð samkvæmt áherslum þegar nýtt deiliskipulag er tilbúið.
Uppbygging grendarstöðvar í Hrafnagilshverfi.
Stækkun skrifstofu sveitarfélagsins.
Tilfærsla gámasvæðis.
Uppbyggingu utandyra körfuknattleiksvallar að beiðni UMF Samherja.

Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samtals verði áætlaðar um 176,3.m.kr.- á árinu 2022 í framkvæmdir og viðhald, 454.m.kr.- árið 2023, 422.m.kr árið 2024 og 103,5.m.kr árið 2025.

Framkvæmdaráð fór einnig yfir vinnulag við gerð fjárhagsáætlunar og eftirfylgni og gegnsæi með framkvæmdum. Ráðið telur að núverandi fyrirkomulag við gerð fjárhagsáætlunar framkvæmdaráðs sé barn síns tíma og að kominn sé tími á endurnýjun þess. Óskað er eftir því að sveitarstjóri setji upp nýtt fyrirkomulag fyrir fjárhagsáætlanagerð ráðsins þar sem tekið verði mið af því að einfalda áætlanagerðina og eftirfylgni með framkvæmdum, að fundað verði í janúar ár hvert þar sem settar verði tímavörður á verkefni ársins og að stöðuskýrslur vegna verkefna liggi fyrir þrisvar á ári.
Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að fara yfir og endurskilgreina verkefni eignasjóðs.

Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að undirbúa sölu á eftirfarandi fasteignum sveitarfélagsins:
Laugalandsskóli
Freyvangur
Sólgarður

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Brynjólfur Árnason, byggingarstjóri, mætti á fund framkvæmdaráðs og fór yfir stöðu hönnunar.

3. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir - 2111027
Lagt fram til kynningar.


Fundi frestað þann 18.11.2021 til 22.11.2021 klukkan 8:00.
Fundi frestað þann 22.11.2021 til 25.11.2021 klukkan 11:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

Getum við bætt efni síðunnar?