Framkvæmdaráð

110. fundur 14. júní 2021 kl. 11:30 - 14:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Gestir
Kristrún Lind Birgisdóttir - 11:30
Erla B. Sveinbjörnsdóttir - 11:30
Gunnþór E. Gunnþórsson - 11:30
Anna María Sigfúsdóttir - 11:30
Erna Káradóttir - 11:30
Heiðdís Pétursdóttir - 11:30
Linda Lárusdóttir - 11:30
Inga Vala Gísladóttir - 11:30
Leikskólastjóri og deildarstjórar af leikskólanum Krummakoti mættu á fund framkvæmdaráðs ásamt skólaráðgjöfum frá Ásgarði í þeim tilgangi að ræða skipulag á deildum nýrrar leikskólabyggingar. Rætt var um skiptingu rýma á deildunum og hvort æskilegt væri að setja upp þrískiptingu rýma eða vinna með núverandi tillögur sem gera ráð fyrir að deildum sé skipt í tvö rými.

Skoðaðar voru fyrri tillögur arkitekta þar sem þrjú rými voru teiknuð á hverri deild og voru allir sammála um að sú útfærsla væri ekki nægilega góð enda rými öll of þröng. Þó var eindregin ósk leikskólastarfsmanna að hægt væri að útfæra þriðja rýmið á allar deildir.

Skoðaðar voru útfærslur miðað við varanlegar skiptingar rýma og með færanlegum einingum.

Þá var farið yfir tillögur arkitekta og öðrum athugasemdum komið á framfæri.

Eftir umræður við starfsmenn og ráðgjafa á fundinum leggur framkvæmdaráð áherslu á að lausar einingar verði fyrir valinu með það að leiðarljósi að mögulegt sé að aðlaga starfsemina að áherslum skólans hverju sinni.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

Getum við bætt efni síðunnar?