Framkvæmdaráð

114. fundur 07. janúar 2022 kl. 08:00 - 12:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Arkitektar hafa sent framkvæmdaráði til yfirferðar upplýsingar um efnisval og ýmsar lausnir.

Gestir
Garðar Guðnason - 09:15
Framkvæmdaráð fór yfir upplýsingar um efnisval og ýmsar lausnir frá arkitektum auk nýjustu teikninga af viðbyggingu og breytingum á Hrafnagilsskóla. Garðar Guðnason mætti á fund framkvæmdaráðs klukkan 9:15 þar sem velt var uppi möguleikum og ýmsum atriðum tengdri hönnuninni og kostnaði varðandi efnisvali og útfærslur auk athugasemdum sem tengjast grunnmynd og innra skipulagi. Farið var yfir skipulag lóðar. Þá óskaði framkvæmdaráð eftir teikningum frá arkitektum þar sem breytingar á núverandi húsnæði eru sýndar á sömu grunnmynd og breytingatillögurnar.
Garðar mun yfirfara þau atriði sem fram komu og svara framkvæmdaráði innan tíðar.
Sveitarstjóra falið að senda Garðari minnisblað með samantekt af fundinum.
Framkvæmdaráð heimsækir Verkís þriðjudaginn 11.janúar þar sem það mun skoða þrívíddamódeli af skólanum í sýndarveruleika.

2. Framkvæmdaáætlun 2022 - 2201005
Forstöðumaður eignasjóðs hefur sett upp drög af tímalínu framkvæmda ársins 2022.
Umræðu um tímalínu framkvæmda ársins 2022 frestað til næsta fundar.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

Getum við bætt efni síðunnar?