Framkvæmdaráð

117. fundur 21. mars 2022 kl. 10:00 - 13:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir - 2111027
Fyrir fundinum liggur tilboð frá B.Hreiðarsson ehf. í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Tilboðið er 10,6% yfir kostnaðaráætlun og hljóðar uppá 88.132.000kr. og var áætlun verksins uppá 79.712.700kr.
Fyrir liggur minnisblað frá Verkís um opnun tilboðs og leggur Framkvæmdarráð til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa.

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Gestir
Brynjólfur Árnason Byggingarstjóri - 10:00
Garðar Guðnason OG Arkitektar - 10:10
Ragnar Björnsson Verkís - 10:10
Farið var yfir kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar og mögulegar áfangaskiptingar hennar og ýmsar forsendur hönnunar. Kallar framkvæmdarráð eftir skýrslu frá hönnuðum yfir loftræstingu og hljóðvist. Á fundinum kom fram að hljóðvistaaðgerðir hafi verið meiri en gerðar hafi verið í verkefnum tengdum leikskóla hjá stofunni áður, þá kom einnig fram að mjög hafi verið vandað til hönnunar á loftræstingu og lýsingu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

3. Framkvæmdaáætlun 2022 - 2201005
Framkvæmdaráð fer yfir minnisblað sveitarstjóra.
Foktjón varð á þaki skrifstofu sveitarfélagsins og er þarft að fara í framkvæmdir á því í sumar, áætlaður kostnaður í endurnýjun á þakinu er um 2. milljónir króna. Kannað verður með tryggingarbætur á tjóninu. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurnýjun á þakinu.
Kostnaðaráætlun liggur fyrir varðandi endurbætur á hljóðvist í íþróttasal, áætlaður efniskostnaður er um 5,5 milljónir króna og áætlað að verkið taki um eina viku í framkvæmd. Gert er ráð fyrir að starfsmenn eignasjóðs geti að miklu leiti unnið verkið sjálfir. Áætlaðar voru 2 milljónir til verksins á þessu ári en framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í verkið að fullu í sumar.

4. Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE - 2203019
Sveitarstjóri kynnir stöðu á hönnun vegna breytinga á skrifstofu sveitarfélagsins.

5. Göngu- og hjólastígur með þjóðvegi 1 - 2203018
Framkvæmdaráð óskar eftir að sveitarstjóri taki saman upplýsingar um kostnaðarskiptingu og helstu forsendur gagnvart Vegagerðinni og Norðurorku.

6. Verkefni eignasjóðs - 2203017
Sveitarstjóri kynnir verk- og tímaskráningar hjá eignasjóði. Framkvæmdaráð fagnar auknu gegnsæi á verkefnum eignasjóðs og hvetur til þess að haldið sé áfram á sömu braut.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

Getum við bætt efni síðunnar?