Framkvæmdaráð

121. fundur 20. október 2022 kl. 10:15 - 12:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða framkvæmda 2022 - 2208006
Brynjólfur Árnason byggingarstjóri viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Ragnar Bjarnason frá Verkís fóru yfir stöðu framkvæmda viðbyggingar. Fram kom í máli þeirra að framkvæmdir ganga vel en séu komnar inn í tímabil þar sem veður getur haft áhrif. Samstarf við verktaka hefur verið gott.
Í íþróttamiðstöð hefur verið lokið við uppsetningu á körfuboltakörfum og framkvæmdir við hljóðvist eru hálfnaðar en stefnt er á að ljúka þeim í desember. Þá er stefnt á að fara í framkvæmdir á gólfefni búningsherbergja í desember.
Malbikun á Bakkatröð er lokið fyrir þetta ár en farið verður í að klára gangstéttar á árinu 2023. Framkvæmdum er lokið við endurnýjun á malbiki í Ártröð.


2. Gámasvæði - 2210020
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gámasvæðið verði flutt norður fyrir skjólbelti norðan Bakkatraðar þar til varanleg staðsetning finnst fyrir svæðið.

3. Hrafnagilsskóli - Náttúrufræðistofa - 2209048
Framkvæmdaráð þakkar innsent erindi og þyggur heimboðið. Sveitarstjóra falið að skipuleggja heimsókn fimmtudaginn 27.október.

4. Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023 - 2210004
Rætt var um fyrirhugað útboð á viðbyggingu við Hrafnagilsskóla og sátu Brynjólfur Árnason byggingarstjóri viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Ragnar Bjarnason frá Verkís undir þeirri umræðu. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdatímabil viðbyggingarinnar haldi sér og ljúki ári 2025 en að áfangaskipting taki mið af ráðgjöf Verkís og byggingarstjóra. Óskað er eftir uppfærðri áfangaskiptri áætlun fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.5. Fundardagskrá framkvæmdaráðs 2022-2023 - 2210021
Framkvæmdaráð fundar fram að jólum á eftirfarandi dagsetningum.
27.október klukkan 8:00
3.nóvember klukkan 10:00
17.nóvember klukkan 10:00

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20

Getum við bætt efni síðunnar?