Framkvæmdaráð

127. fundur 09. desember 2022 kl. 08:00 - 10:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004
Framkvæmdaráð fer yfir drög að útboðslýsingu fyrir útboð á viðbyggingu leikskóla við Hrafnagilsskóla. Ragnar Bjarnason frá Verkís og Brynjólfur Árnason byggingarstjóri mæta til fundar, kynna drögin og helstu atriði í útboðslýsingunni ásamt tillögu að tímalínu sem í henni koma fram. Samkvæmt útboðslýsingunni er gert ráð fyrir að lok framkvæmdatíma verði í lok apríl 2024.
Mikilvægt er að kalla saman hóp frá hagaðilum úr skólunum til að fara yfir hönnun á innanstokksmunum og útisvæði.

2. Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE - 2203019
Framkvæmdaráð kynnir sér stöðu framkvæmda á stækkun skrifstofu til norðurs vegna aukinna umsvifa embættis Skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar.
Sveitarstjóri fer yfir framvinduna og áskoranir sem upp hafa komið en finna mátti rakaskemmdir við norðurvegg byggingarinnar sem rekja má til kuldabrúar.
Framkvæmdaráð telur mikilvægt að skýra eignarhald á fasteigninni með tillti til þeirra framkvæmda og viðamikla viðhalds sem þarf að ráðast í á byggingunni. Sveitarstjóri undirbýr erindi til Ríkiseigna og fjármálaráðherra vegna málsins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40

Getum við bætt efni síðunnar?