Framkvæmdaráð

132. fundur 24. apríl 2023 kl. 10:00 - 12:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða framkvæmda 2022 - 2208006
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir framkvæmdir ársins 2022.

2. Staða framkvæmda 2023 - 2304023
Forstöðumaður eignasjóðs fer yfir núverandi stöðu framkvæmda ársins og fyrirhugaðra framkvæmda.
Breytingar á skrifstofum eru á lokametrunum sem og endurnýjun á íbúð annarrar hæðar í Skólatröð 7. Farið verður í þak á skrifstofum og gluggaskipti í Skólatröð 11 í framhaldi þess.
Forstöðumaður fór yfir fyrirhugaða framkvæmd á sparkvelli, búið er að panta nýtt gervigras sem er væntanlegt um mánaðarmótin.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að framkvæmdum við körfuboltavöll verði lokið sem fyrst.


3. Hleðslustöð á Laugalandi - 2303020
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að meðferðarheimilinu Bjargey verði heimilt að koma fyrir hleðslustöð í samráði við forstöðumann eignasjóðs.

4. Gámasvæði Eyjafjarðarsveitar að Bakkaflöt - 2304022
Eyjafjarðarsveit hefur fest kaup á spilduna Bakkaflöt úr landi Hrafnagils í þeim tilgangi að koma meðal annars fyrir gámasvæði. Vegagerðin hefur óskað eftir því við sveitarfélagið að ferging á landinu fari af stað samhliða fergingu nýs vegstæðis Eyjafjarðarbrautar vestri svo að slík vinna muni ekki hafa áhrif á veginn síðar.
Þá er mikilvægt að hefja skipulagsferli jarðarinnar með áherslur sveitarfélagsins í huga svo unnt sé að hefja frekari framkvæmdir á henni.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að hafinn verði undirbúningur af því að fergja landið næst nýju vegstæði. Mið verði tekið af því hversu langt þarf að fergja svo að áframhaldandi uppbygging svæðisins muni ekki hafa áhrif á gæði vegarins. Lagt er til við sveitarstjórn að verðkönnun fyrir verkið verði unnin samhliða verðkönnun vegna gatnagerðar Hrafnagilshverfis.

Þá leggur framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að hafið verði skipulagsferli á spildunni.

5. Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2023 - 2304030
Helgi Már Pálsson hjá Eflu hefur unnið að hönnun gatnagerðar í Hrafnagilshverfi út frá nýju deiliskipulagi. Liggja hönnunargögn nú fyrir ásamt magntölum og áætlun fyrir verðkönnun framkvæmdar.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gögn vegna verðkönnunar og leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verð falið að setja verðkönnun í gang að undangenginn viðbót vegna fergingar á Bakkaflöt.

6. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á innkaupaferlinu en áætlað er að verktakar fái uppfærð gögn í hendur um mánaðarmótin apríl/maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

Getum við bætt efni síðunnar?