Framkvæmdaráð

135. fundur 08. júní 2023 kl. 14:00 - 16:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Kýrin Edda - Staðsetning - 2306006
Framkvæmdaráð fundaði með stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar ásamt Beate listakonu vegna staðsetningar á listaverkinu Eddu. Samhljómur var um að Eddu væri vel komið fyrir norðan við Sólgarð þar sem hún mundi prýða sitt umhverfi vel.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sótt verði heimild hjá Ríkiseignum til að staðsetja Eddu þar og að ráðist verði í að koma henni fyrir þar svo fljótt sem auðið er.
 
2. Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot - 2305012
Sveitarstjóri og forstöðumaður eignasjóðs fóru yfir mögulega lausn varðandi stækkun kennslurýmis leikskólans en vettvangsferð í Borgarnes varpaði góðri sýn á þann möguleika að nota húseiningar til að bregðast við aukinni aðsókn á leikskólann.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fest verði kaup á einingum og að verkefnið verði sett í gang strax. Áætlað er að kostnaður við verkið sé um 25 milljónir króna.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45
Getum við bætt efni síðunnar?