Dagskrá:
1. Framkvæmdir ársins 2024 - 2311014
Framkvæmdaráð fer yfir drög af uppgjöri framkvæmda fyrir árið 2024.
2. Framkvæmdir ársins 2025 - 2501030
Sverrir Gestsson frá KEA mætir sem gestur og fer yfir hugmynd af byggingu sunnan við Skólatröð 9-11. Framkvæmdaráð skoðar málið áfram.
Davíð Ágústsson, forstöðumaður eignasjóðs, fer yfir tilboð sem borist hafa í skipti á sundlaugadúk. Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði að tilboði Fagráð ehf. enda er tilboð innan áætlunar. Áætlað er að framkvæmdin fari fram snemma í ágúst og kemur þá til lokunnar á sundlauginni. Stefnt er að því að aðrar framkvæmdir við sundlaugina fari fram á sama tíma.
Farið var yfir framkvæmdaáætlun ársins sem forstöðumaður eignasjóðs hefur sett fram með tímasettum markmiðum.
3. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004
Brynjólfur Árnason sat fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð fer yfir fjárhagsstöðu verkefnisins, aukaverka og magnaukningar. Sé tekið mið af stöðunni í lok árs 2024 stefnir í að magnaukningar og aukaverk verði um 4,3%.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55